Erlent

Palin ráðin til starfa á Fox fréttastofunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sarah Palin ætlar að verða sjónvarpskona. Mynd/ AP
Sarah Palin ætlar að verða sjónvarpskona. Mynd/ AP
Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska og varaforsetaframbjóðandi, hefur ráðið sig til starfa hjá Fox fréttastofunni, að því er BBC greinir frá.

Palin bauð sig fram í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 en hætti störfum sem ríkisstjóri í júlí síðastliðnum.

BBC hefur þær upplýsingar frá Fox fréttastofunni að Palin verði ekki með sinn eigin þátt en hún hafi gert margra ára samning sem felur í sér að hún mun birtast reglulega á skjánum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×