Erlent

Dregið um aðgang að Blair

Mynd/AP

Bretland Mikill áhugi er hjá almenningi í Bretlandi á yfirheyrslu yfir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, sem verður í lok þessa eða byrjun næsta mánaðar.

Blair mætir þar hjá rannsóknarnefnd þingsins, sem hefur verið að fara ofan í saumana á ákvörðun breskra stjórnvalda að taka þátt í árás Bandaríkjanna á Írak vorið 2003.

Fjöldi fólks hefur haft samband og beðið um aðgang að salnum þegar yfirheyrslan fer fram. John Chilcot, formaður nefndarinnar, segir að líklega verði dregið um sætin þegar nær dregur.

- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×