Erlent

Tveir handteknir í Angóla

Yfirvöld í Angóla hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að hafa gert skotárás á rútu fótboltalandsliðs Tógó en þrír létust í árásinni. Mennirnir voru handteknir í Cabinda héraði þar sem árásin var gerð á föstudaginn var. Árásin hefur varpað skugga á Afríkukeppnina sem nú stendur yfir og hefur landslið Tógó dregið sig út úr keppninni og þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Aðskilnaðarsamtök í Cabinda héraði hafa lýst árásinni á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×