Fleiri fréttir

Írönum bannað að tala við BBC

Írönsk yfirvöld hafa skorið á öll samskipti við fleiri en 60 erlendar stofnanir, þar á meðal breska ríkisútvarpið BBC. Íranskir stjórnarherrar halda því fram að óróa undanfarinna mánuða í landinu megi rekja til utanaðkomandi afskipta og hafa því ýmsar stofnanir og félagassamtök verið sett á svartan lista.

Starfaði fyrir Bandaríkin

Sjálfsvígsárásarmaður, sem varð í árslok átta manns að bana í bækistöðvum bandarísku leyniþjónustunnar CIA í Afganistan, var í þjálfun hjá leyniþjónustunni til gagnnjósnastarfa.

Sendu áskorun til stjórnvalda

Áttatíu og átta prófessorar við háskóla í Teheran, höfuðborg Írans, skora á stjórnvöld landsins að láta af ofbeldi og hörku gagnvart hreyfingu mótmælenda.

HIV-smitaðir velkomnir

Fólk sem smitað er af HIV eða alnæmi getur ferðast til Bandaríkjanna eftir að bann sem staðið hafði í 22 ár var fellt úr gildi á mánudag. Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að bannið hafi rímað illa við áform landsins um að vera í forystu í baráttunni við HIV og alnæmi.

Íslendingar heppnir að fá ekki varðskip Breta á sig

„Það er rétt. Þeim verður sannarlega ekki hleypt inn í Evrópusambandið núna. Reyndar verða þeir bara heppnir ef við sendum ekki varðskipin á þá,“ segir Jeremy Warner, aðstoðarritstjóri breska blaðsins Telegraph, á bloggi sínu á vef Telegraph.

Bloomberg: Forsetinn ógnar alþjóðasamskiptum Íslands

Í umfjöllun Bloomberg fréttaveitunnar um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um að hafna Icesave frumvarpinu segir að með þessari ákvörðun ógni forsetinn alþjóðasamskiptum Íslands og trufli mörg nauðsynleg mál í efnahagslegri endurreisn landsins.

Verdens Gang: Neita að borga kreppuskuld

Ákvörðun forseta Íslands í Icesave málinu er forsíðuefni vefsíðu norska blaðsins Verdens Gang undir fyrirsögninni „Neita að borga kreppuskuld".

Börsen: Ísland hleypur frá breskri bankaskuld

Norrænir fjölmiðlar voru snöggir að greina frá niðurstöðu forsetans í Icesave málinu. Fyrirsögnin á stuttri frétt á börsen.dk er „ Ísland hleypur frá breskri bankaskuld".

Fimm „nýjar“ reikistjörnur

Kepler geimsjónaukinn hefur fundið fimm reikisstjörnur utan sólkerfis okkar. Sjónaukanum var skotið á loft á síðasta ári og er honum ætlað að taka myndir af reikistjörnum í öðrum sólkerfum.

Sjálfsmorðsprengjumaðurinn þrefaldur í roðinu

Sjálfsmorðssprengjumaðurinn sem drap á dögunum sjö bandaríska leyniþjónustumenn í Afganistan á var gagn-gagnnjósnari á vegum Al Kaída að því er bandarískir fjölmiðlar halda fram. Maðurinn er sagður hafa verið jórdanskur læknir sem handtekinn var af þarlendum stjórnvöldum fyrir ári síðan vegna tengsla við hryðjuverkasamtökin.

Beatty svaf hjá 12775 konum

Nú hefur einni af stærri spurningum sögunnar verið svarað. Ævisöguritarinn Peter Biskind hefur nú lokið við að skrifa ævisögu bandaríska leikarans og glaumgosans Warren Beatty og í bókinni svarar hann því hjá hve mörgum konum Beatty hefur sofið. Það orð hefur löngum farið af Beatty að hann hafi verið duglegur í kvennamálunum í gegnum tíðina en þrátt fyrir það kom samantekt Biskinds á óvart, en hann segir að Beatty hafi sofið hjá 12775 konum, hvorki meira né minna.

Mamma og pabbi húðflúruðu börnin

Hjón í Bandaríkjunum eru nú á leið fyrir rétt ákærð fyrir að hafa húðflúrað börnin sín sex. Foreldrarnir höfðu búið til sína eigin húðflúrvél úr blekpenna og gítarstreng og æft sig á börnunum sem eru á aldrinum 10 til 17 ára.

Bætist á boðflennulista Hvíta hússins

Nú er komið í ljós að hjónin sem smygluðu sér inn í veislu í Hvíta húsinu á dögunum voru ekki einu boðflennurnar það kvöldið. Það vakti heimsathygli þegar það uppgötvaðist að hjónin Tereq og Michele Salahi höfðu mætt í veislu í Hvíta húsinu sem haldin var Indverska forsætisráðherranum til heiðurs. Hjónin völsuðu framhjá her öryggisvarða og tóku í spaðann á Barack Obama forseta og heilsuðu upp á Indverska forsætisráðherrann.

Tveir herskáir féllu í átökum

Tveir grunaðir hryðjuverkamenn féllu í átökum við öryggissveitir í Jemen í gær, daginn eftir að Bandaríkin og Bretland lokuðu sendiráðum sínum í landinu vegna hættu á hryðjuverkum.

Bjartsýnisturn vígður í gær

Mikið var um dýrðir þegar hæsta bygging heims var vígð í Dúbaí í gær, á fjárhagslegum erfiðleikatímum sem eru þeir verstu í sögu furstadæmisins.

Hillary: Ógn við umheiminn

Hillary Clinton, utanríkisráðherra, telur að órógleiki og óstöðugt ástand í Jemen sé ekki einungis svæðisbundin ógn heldur ógn við umheiminn. Hún segir að stjórnvöld í Jemen verði að grípa til aðgerða gegn hryðjuverkamönnum í landinu annars kunni þau að missa stuðning Vesturlanda.

Allt á kafi í Kína

Íbúar í Kína og Suður-Kóreu glíma nú við eina mestu snjókomu sem fallið hefur í rúma hálfa öld. Skólum hefur verið lokað í kínversku höfuðborginni Beijing og flugumferð hefur farið úr skorðum þar í borg og í Seúl höfuðborg Suður-Kóreu. Um 30 sentimetra jafnfallinn snjór þekur nú mestan hluta Beijing borgar og hefur ekki snjóað svo mikið þar frá árinu 1951.

Öryggisreglur hertar á flugvöllum í Bandaríkjunum

Í dag taka gildi hertar öryggisreglur á bandarískum flugvöllum þar sem farþegum verður mismunað eftir því frá hvaða landi þeir eru að koma. Útbúinn hefur verið listi yfir lönd, sem sögð eru styðja við hryðjuverkastarfsemi og þurfa farþegar sem koma frá þessum löndum, eða hafa haft viðkomu í þeim, að sæta meiri öryggisgæslu en aðrir.

Hengdu brúðu í líki Obama

Öryggissveit bandaríkjaforseta, Secret Service, rannsakar nú atvik sem átti sér stað í bænum Plains í Georgíuríki í Bandaríkjunum en þar tók sig einhve til og hengdi brúðu í líki Baracks Obama bandaríkjaforseta upp við skilti í bænum.

Zuma tekur sér þriðju eiginkonuna

Jacob Zuma forseti Suður Afríku, ætlar í dag að kvænast Thobeku Mabhija, en hún verður þriðja eiginkona forsetans. Búist er við að helstu leiðtogar landsins mæti í veisluna en sökum anna á pólitíska sviðinu hefur Zuma þurft að fresta veislunni nokkrum sinnum.

Burj Dubai vígður í dag

Hæsta bygging jarðar verður formlega vígð við hátíðlega athöfn síðar í dag. Íbúar Dubai munu að öllum líkindum láta af öllu krepputali í dag en þetta örríki hefur ekki farið varhluta af efnhagskreppunni síðustu misserin.

Fjögurra ára drengur skotinn til bana í kirkju

Fjögurra ára gamall bandarískur drengur lést þegar byssukúla hæfði hann þegar hann var með foreldrum sínum í kirkju um helgina í bænum Dacatur í Georogíu ríki. Drengurinn hneig niður og það var ekki fyrr en læknar komu á staðinn að menn áttuðu sig á því að hann hafði orðið fyrir byssukúlu.

Sendiráðum lokað í Jemen

Sendiráðum Bandaríkjanna og Bretlands í Jemen hefur verið lokað af öryggisástæðum. Bandaríkjastjórn segist hafa haft veður af áformum Al Kaída um að gera árás á Bandaríkjamenn í landinu, hugsanlega á sendi­ráðið.

Nýra frá syni bjargar höfundi

Lífi breska rithöfundarins Sue Townsend var bjargað fyrr á þessu ári þegar í hana var grætt nýra úr elsta syni hennar. Townsend greindi frá aðgerðinni nú skömmu fyrir áramótin til að styðja starfsemi bresku nýrnasamtakanna og vekja athygli á sárum skorti á líffærum til ígræðslu.

Hugðist ráða Clinton bana

Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, hafði vitneskju um að Sómalinn, sem reyndi að ráðast á skopteiknarann Kurt Westergaard á laugardag, hafi verið handtekinn í Keníu í september síðastliðnum.

Páfi fyrirgaf árásarkonunni

Einkaritari Benedikts XVI páfa heimsótti á nýársdag konuna sem réðst á páfann í Vatíkaninu á aðfangadagskvöld. Tilgangur heimsóknarinnar var að færa konunni, sem er 25 ára gömul, samúð með ástandi hennar.

Öryggi stórhert á breskum flugvöllum

Öryggisviðbúnaður á breskum flugvöllum verður aukinn eftir að nígerískur hryðjuverkamaður reyndi að granda flugvél á leið til Detroit í Bandaríkjunum á jóladag.

Frostavetur í Danmörku

Veturinn í ár er sá kaldasti sem mælst hefur í Danmörku, að því er fram kemur í Jyllands Posten.

Breska sendiráðinu líka lokað

Breska sendiráðinu í Jemen hefur verið lokað vegna hryðjuverkaógnar. Í morgun var greint frá því að bandaríska sendiráðinu hafði verið lokað. Ástæðan er ótti við hryðjuverk, en karlmaður sem reyndi að sprengja farþegaflugvél á leið til Detroit fyrir fáeinum dögum var frá Jemen.

Al-Shabaab segja árásarmanninn ekki tengjast sér

Hann er ekki einn af okkur, en við erum ánægðir með framtak hans, segir talsmaður Al-Shabaab hryðjuverkasamtakanna í Sómalíu, um manninn sem réðst á Kurt Westergaard á föstudaginn.

Blair enn og aftur gagnrýndur vegna Íraks

Enn og aftur sætir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, gagnrýni innrásarinnar í Írak árið 2003. Í þetta sinn er það John Major, forveri Blairs í starfi, sem gagnrýnir hann.

Hraðinn á útboði vegna brunareitsins gagnrýndur

Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gagnrýnir hraðann á útboði vegna framkvæmda á brunareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Málið var sent innri endurskoðanda eftir að upp komu ásakanir um spillingu og sérhagsmunagæslu Framsóknarmanna.

Svefnleysi eykur líkur á þunglyndi

Þeir sem fara að sofa snemma á kvöldin eru ólíklegri en aðrir til þess að finna einkenni þunglyndis eða að finna fyrir sjálfsvígshugsunum, samkvæmt niðurstöðum bandarískrar rannsóknar.

Skutu mann sem ætlaði að myrða Westergaard

Lögreglan í Árósum skaut í nótt mann sem var hársbreidd frá því að myrða Kurt Westergaard, danska teiknarann sem gerði eina af þeim skopmyndum af Múhameð spámanni sem gerðu allt vitlaust árið 2005.

Tekinn fyrir að hitta útlendinga

Maður sem á árum áður upplýsti um kjarnorkuleyndarmál Ísraela og sat í fangelsi fyrir það hefur nú verið handtekinn á ný.

Tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn

Mir Hossein Mousavi, helsti stjórnarandstöðuleiðtogi Írans, segist ekki vera hræddur við að deyja fyrir málstað sinn. Þetta sagði hann í yfirlýsingu á heimasíðu sinni, en það var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig opinberlega síðan frændi hans var me

Sjá næstu 50 fréttir