Erlent

Þrjár milljónir án atvinnu á evrusvæðinu

Tíu prósent atvinnuleysi mældist á evrusvæðinu í nóvember í fyrra, samkvæmt upplýsingum sem Euro­stat, hagstofa Evrópusambandsins, birti í gær.

Aðrar eins tölur hafa ekki sést á myntsvæðinu í rúm ellefu ár, eða frá í ágúst árið 1998.

Tölurnar jafngilda því að þrjár milljónir íbúa í þeim sextán löndum sem aðild eiga að myntbandalaginu séu án atvinnu.

Jürgen Michels, Evrópusérfræðingur Citigroup í London í Bretlandi, segir í samtali við fréttastofu Bloomberg gert ráð fyrir að atvinnuleysi eigi enn eftir að aukast, jafnvel fara í 10,7 prósent á seinni hluta þessa árs. Aðrir telja almennt líkur á svipuðum tölum út næst ár.

- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×