Erlent

Upplýsingar um brjóstahaldara átak gegn brjóstakrabbameini

Facebook.
Facebook.

Það hefur vakið athygli undanfarið að konur skrifi liti eins og rauður eða svartur, jafnvel engum, í svokallaða „statusa" á samskiptavefnum Facebook. Margir hafa klórað sér í kollinum vegna uppátækisins, aðallega karlmenn þó, því litirnir sem konurnar skrifa tákna lit brjóstahaldarans sem þær eru klæddar í.

Nú hefur komið í ljós að uppátækið er runnið undan rifjum grasrótahóps sem vill vekja athygli á brjóstakrabbameini.

Óhætt er að tala um æði í þessu samhengi því milljónir kvenna út um allan heim hafa tekið þátt í átakinu og lýst litnum á brjóstahaldaranum.

Breska dagblaðið The Daily Telegraph hefur reynt að komast til botns í málinu en að sögn Malorie Lucich, talskonu Facebook, þá er ekki ljóst hverjir standa á bak við átakið. Tilgangur þess er hinsvegar alveg ljós - að vekja athygli á brjóstakrabbameini.

Helstu samtökin sem berjast gegn brjóstakrabbameini hafa neitað að standa á bak við herferðina en lýsa yfir ánægju með það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×