Erlent

Hjónabönd samkynhneigðra leyfð í Portúgal

Lesbíuparið Joana Manuel og Raquel Freire kysstust og skáluðu í kampavíni eftir að portúgalska þingið samþykkti í dag lög sem heimilar hjónaband samkynhneigðra. Mynd er tekin fyrir utan þjóðþingið. Mynd/AP
Lesbíuparið Joana Manuel og Raquel Freire kysstust og skáluðu í kampavíni eftir að portúgalska þingið samþykkti í dag lög sem heimilar hjónaband samkynhneigðra. Mynd er tekin fyrir utan þjóðþingið. Mynd/AP
Portúgalska þingið samþykkti í dag lög sem heimila samkynhneigðum að giftast. Þingið hafnaði aftur á móti tillögu um að samkynhneigðir mættu ættleiða. Jose Socrates, forsætisráðherra, sagði að um réttlætismál væri að ræða og breytingin væri hluti af nútímavæðingu Portúgals.

Socrates fer fyrir ríkisstjórn Sósíalistaflokksins og vinstri flokkanna. Kaþólska kirkjan og íhaldsmenn hafa að undanförnu gagnrýnt harðlega frumvarpið sem þingmenn samþykktu í dag. Íhaldsmenn stóðu meðal annars fyrir undirskriftarsöfnun þar sem skorað var á stjórnvöld að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×