Fleiri fréttir

Dýr ostasneið

Afgreiðslustúlka hjá McDonalds í Hollandi hefur unnið mál gegn fyrirtækinu. Hún var rekin fyrir að setja ostasneið á hamborgara sem samstarfsmaður keypti, án þess að rukka sérstaklega fyrir hana.

Myndband af Eþíópíu vélinni springa á flugi

Níutíu manns fórust með Boeing 737 þotu Ethiopian Airlines. Mikið þrumuveður og rigning var í Beirut þegar vélin hóf sig til flugs og hafa verið vangaveltur um að það hafi verið orsök slyssins.

Pör geta borgað fyrir svefnrými

Flugfélagið Air New Zealand hefur tilkynnt að í apríl muni pörum gefast kostur á að borga fyrir svefnpláss á ódýrasta farrými í nýjum Boeing 777-300 þotum félagsins, að því er fram kemur í frétt á vef BBC.

Flugstjóri tók ranga stefnu

Flugstjóri eþíópískrar farþegaflugvélar, sem hrapaði í hafið við strönd Líbanons á mánudag, tók öfuga stefnu og flaug í andstæða átt við það sem starfsfólk í flugturni hafði mælt með.

Fannst á lífi í rústunum á Haítí

Manni var bjargað úr rústum byggingar á Haítí í dag, tveimur vikum eftir að jarðskjálfti olli gríðarlegu tjóni í landinu. Það voru bandarískir hermenn sem björguðu manninum úr rústunum í höfuðborginni Port au Prince og var hann fluttur á spítala.

Frakkar banna líklegast Búrkur

Frönsk þingnefnd mælti með því í dag að bann verði sett við því að múslimskar konur klæðist svokölluöum búrkum og öðrum fatnaði sem hylur andlitið. Verði lög sett í samræmi við tilmæli nefndarinnar yrði bannað að klæðast slíkum fatnaði í skólum, á spítulum og í almenningsfarartækjum á borð við lestir og strætisvagna.

18 látnir eftir sjálfsmorðsárás

Að minnsta kosti 18 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, fyrr í dag. Talið er að tæplega 100 séu særðir. Tilræðismaðurinn sprengdi bifreið sína í loft upp við innanríkisráðuneytið og er byggingin talsvert mikið skemmd.

Erlendar skuldir Haítí verði afskrifaðar

Mannréttindasamtökin Amnesty International leggja áherslu á nauðsyn þess að mannréttindi og vernd íbúa Haítí verði sett í öndvegi við neyðaraðstoð og enduruppbyggingu landsins eftir jarðskjálftann fyrr í mánuðinum. Þau vilja jafnframt að erlendar skuldir landsins verði afskrifaðar.

Og þá gátu strútar flogið

Vísindamenn við Háskólann í Ástralíu hafa komist að því að strútar og aðrir ófleygir fuglar hafi misst flughæfileikann eftir að risaeðlurnar dóu út fyrir sextíu og fimm milljónum ára.

Danir hlógu alla leið í bankann

Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur reiknað út að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hafi kostað bandaríska skattgreiðendur vel yfir einn milljarð dollara.

Reyndi að brjótast inn í stjórnklefa

Farþegi um borð í breskri farþegaþotu á leið til Kanaríeyja var færður í fjötra eftir að hann reyndi að ráðast inn í stjórnklefa vélarinnar.

Elín í heimsókn hjá Tiger

Tiger Woods hefur ekkert sést opinberlega síðan upp komst um stórfellt framhjáhald hans á síðasta ári.

Noriega líklega framseldur til Frakklands

Manuel Noriega, fyrrverandi einræðisherra í Panama, verður að öllum líkindum framseldur til Frakklands. Noriega hefur lokið við að afplána 17 ára dóm í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasölu og vilja Frakkar fá hann framseldan en þar í landi var hann dæmdur fyrir peningaþvætti.

Enginn hefur fundist á lífi

Búið er að finna 38 lík úr Boeing þotu Ethiopean Airlines sem fórst skömmu eftir flugtak í Líbanon í gærkvöldi. Líbanski herinn stjórnar leitinni undan strönd landsins. Búið er að finna bæði brak úr vélinni og lík. Enginn hefur fundist á lífi og er ekki búist við að það gerist.

Efnavopna-Ali hengdur

Írakinn Ali Hassan al-Majid, eða Efnavopna-Ali eins og hann var yfirleitt kallaður, var tekinn af lífi í dag. Hann var frændi Saddams Hussein fyrrum Íraksforseta.

Á fjórða tug látnir í Bagdad

Að minnsta kosti 32 eru látnir og 40 eru særðir eftir að þrjár sprengjur sprungu á sama tíma í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, fyrr í dag. Breska fréttastofan Sky hefur eftir írösku lögreglunni að um hafi verið að ræða bílsprengjur sem sprungu við þrjú hótel í miðborginni.

Var Da Vinci sjálfur Mona Lisa?

Vísindamenn og sagnfræðingar í ítölsku Þjóðminjanefndinni hafa farið framá að fá að opna grafhýsi Leonardos Da Vinci til að komast að því hvort málverkið af Monu Lisu sé sjálfsmynd listamannsins.

Köld eru kvenna ráð

Þegar Charles Philips ákvað að snúa sér eingöngu að konu sinni eftir átta ára framhjáhald með YaVaughnie Wilkins hefndi hún sín rækilega.

Chavez lokar sjónvarpsstöð

Húgó Chavez forseti Venesúela hefur látið loka sjónvarpsstöð sem hefur verið gagnrýnin á stjórn hans.

Kínverjar afneita Google hakki

Google hótaði hinn tólfta þessa mánaðar að hætta allri starfsemi í Kína og loka þar skrifstofum sínum eftir að einhverjir hökkuðu sig inn í rafpóst mannréttindasamtaka bæði kínverskra og erlendra.

Vilja kaupa frið af talibönum

Utanríkisráðherra Þýskalands vill að Vesturveldin kaupi Talibana frá uppreisnariðju sinni. Bandaríkin eru sögð styðja þá hugmynd.

Hrapaði eftir fimm mínútna flug

Veður var vont þegar Boeing þota Ethiopian Airlines tók á loft frá flugvellinum í Beirut, þrumur og eldingar og úrhellis rigning. Aðeins fimm mínútum síðar rofnaði samband við vélina og hún hvarf af ratsjá.

Varnarmálaráðherra Breta kjaftaði af sér

Bob Ainsworth, varnarmálaráðherra Breta, virtist í dag óvart hafa talað af sér varðandi fyrirhugaða dagsetningu á næstu þingkosningum í Bretlandi. Flest bendir til þess að Bretar gangi að kjörborðinu þann 6. maí næstkomandi.

Árásum á Bandaríkin hótað

Frekari árásum á Bandaríkin er hótað í myndskeiði ef stjórnvöld þar halda áfram að styðja Ísraelsríki. Myndskeiðið er sagt vera frá Osama Bin Laden.

Vitjuðu rústa Montana hótelsins á Haítí

Ættingjar Bandaríkjamanna sem fórust í jarðskjálftanum á Haítí vitjuðu rústa Montana hótelsins í Port-au Prince höfðuðborg landsins í gær, þar sem talið er að fólkið hvíli enn undir rústum hótelsins.

Danir finna fyrir agavandamálum

Næstum hvern einasta dag koma upp vandamál vegna hávaða í skólastofum. Þetta sýna niðurstöður sem gerðar voru á meðal danskra nemenda. Niðurstöðurnar sýna einnig að þetta hafi skaðleg áhrif á nám barnanna.

Fundu yfirgefið barn í kapellu

Sjö mánaða gamalt barn fannst yfirgefið í kapellu á Írlandi seinnipartinn í gær. Talið er að barnið sé frá Nottinghamskíri en hvarf barnsins uppgötvaðist á fimmtudag.

Bretar óttast hryðjuverk

Bretar hafa fært viðbúnaðarstig sitt vegna hryðjuverkaógnar í „alvarlegt ástand" vegna ótta um að al-Qaeda hryðjuverkasamtökin séu að skipuleggja árásarhrinu í Bretlandi eftir að hafa reynt að sprengja upp farþegaþotu á leið til Detroit í Bandaríkjunum um jólin.

Stjörnunar öfluðu fjár fyrir Haítí

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óttast um þau þúsundir barna sem urðu munaðarlaus í jarðskjálftanum á Haítí og ráfa jafnvel um án nokkurar umönnunar fullorðins fólks. Unnið er að því að reyna að sameina sem flest þeirra einhverjum ættingjum eða koma þeim í öruggt skjól. Talsmenn Barnahjálparinnar óttast að börnin verði misnotðuð eða þeim rænt.

Kvartar undan orðum Clinton

Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við hvatningarorðum Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að hömlum á notkun Netsins verði aflétt í Kína.

Fólk verður flutt í tjaldbúðir

Stjórnvöld á Haítí ætla að hjálpa um 400 þúsund manns að flytja úr höfuðborginni Port-au-Prince í nýjar tjaldborgir utan við borgina. Tilgangurinn er sá að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar breiðist út meðal borgarbúa, sem hafa þurft að hola sér niður hvar sem þeir geta eftir að harður jarðskjálfti lagði borgina nánast í rúst snemma í síðustu viku.

Herðir tökin á stórbönkunum

Barack Obama Bandaríkjaforseti kynnti á fimmtudag hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja. Meðal annars verður ríkinu gert heimilt að takmarka það hversu stór og flókin starfsemi þeirra getur orðið. Einnig verður hægt að takmarka möguleika þeirra til að taka þátt í áhættuviðskiptum.

Þingmenn láti af sníkjum

Úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna á fimmtudag, um að fyrirtækjum sé heimilt að styrkja kosningabaráttu stjórnmálamanna að vild, hefur vakið margvísleg viðbrögð.

Dæmd fyrir ónáttúruleg kynlífsöskur

Caroline Cartwright hefur verið dæmd í átta vikna fangelsi en refsingu skal frestað í tólf mánuði og fellur niður haldi hún almennt skilorð. Glæpurinn sem hún er dæmd fyrir; Caroline öskraði af svo miklum krafti þegar hún svaf hjá eiginmanni sínum að það þótti ástæða til þess að ákæra hana og að lokum dæma.

Larsson skrifaði ekki Millenium bækurnar

Sænskur blaðamaður segir að metsöluhöfundurinn Stieg Larsson hafi skrifað svo illa að útilokað sé að hann hafi skrifað Millenium bækurnar um þau Blomkvist og Lisbet Salander.

Sjá næstu 50 fréttir