Erlent

Allir taldir af í flugslysi í Líbanon

Óli Tynes skrifar

Engar líkur eru taldar á að nokkur finnist á lífi úr þessu eftir flugslysið í Líbanon í gær.

Þar fórst farþegaþota frá Ethiopian Airlines fimm mínútum eftir flugtak frá flugvellinum í Beirut. Níutíu manns voru um borð.

Búið er að finna brak úr vélinni og tugi líka. Verið er að leita að flugritanum sem liggur á hafsbotni. Veður var vont þegar slysið varð.

Það voru þrumur og eldingar og úrhellis rigning. Vélin var nýleg af gerðinni Boeing 737-800. Hún var á leið frá Líbanon til Eþíópíu.

Þúsundir Eþíópíumanna vinna sem þjónustufólk á heimilum í Líbanon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×