Erlent

Og þá gátu strútar flogið

Óli Tynes skrifar
Flogið? Ég?
Flogið? Ég?

Vísindamenn við Háskólann í Ástralíu hafa komist að því að strútar og aðrir ófleygir fuglar hafi misst flughæfileikann eftir að risaeðlurnar dóu út fyrir sextíu og fimm milljónum ára.

Fuglarnir hafi verið vinsæl bráð hjá risaeðlum og eftir að þær hættu að elta þá hafi þeir orðið svo stórir og feitir að þeir hafi hætt að geta flogið.

Dr. Matthew Philips líffræðingur við háskólann segir að þetta hafi komið þeim á óvart. Fram til þessa hafi verið talið að fuglarnir væru komnir af sameiginlegum ófleygum forfeðrum.

DNA rannsóknir hafi hinsvegar leitt í ljós að fuglar eins og strútarnir í Afríku, emúar í Ástralasíu, nandúfuglar í Suður-Ameríku og móafuglar á Nýja Sjálandi hafi hverjir um sig misst flugið eftir að risaeðlurnar hurfu.

Allar þessar tegundir eru nokkuð svipaðar í útliti, háfættar og skrokkmiklar og með langan háls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×