Erlent

Kvartar undan orðum Clinton

Google í kína
Netþjónustan Google hótaði því að hætta starfsemi í Kína vegna gruns um ritskoðunartilburði.
nordicphotos/AFP
Google í kína Netþjónustan Google hótaði því að hætta starfsemi í Kína vegna gruns um ritskoðunartilburði. nordicphotos/AFP

Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við hvatningarorðum Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að hömlum á notkun Netsins verði aflétt í Kína.

„Við erum algerlega andvíg ummælum sem brjóta í bága við staðreyndir og skaða samskipti Kína og Bandaríkjanna,“ segir Ma Zhaoxu, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, á vefsíðu ráðuneytisins.

Clinton hafði sagt í ræðu að Kína væri meðal þeirra landa þar sem hömlur væru á frjálsu flæði upplýsinga.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×