Erlent

Hrapaði eftir fimm mínútna flug

Óli Tynes skrifar

Veður var vont þegar Boeing þota Ethiopian Airlines tók á loft frá flugvellinum í Beirut, þrumur og eldingar og úrhellis rigning. Aðeins fimm mínútum síðar rofnaði samband við vélina og hún hvarf af ratsjá.

Sjónarvottar telja sig hafa séð eldhnött steypast í hafið skammt undan ströndinni. Leitar og björgunarsveitir frá hernum voru kallaðar út. Ekki hafa borist fregnir af því hvort þær hafa fundið eitthvað, en litlar líkur eru taldar á að einhver finnist á lífi.

Boeing þotan var af áttahundruð gerð sem er ein nýjasta útgáfan af þessari vinsælu flugvélartegund.

Flugvélin var á leið frá Líbanon til Addis Abbaba höfuðborgar Eþíópíu. Þúsundir Eþíópíumanna vinna sem þjónustufólk á heimilum í Líbanon og því er haldið uppi áætlunarflugi á milli landanna.

Sem fyrr segir voru níutíu og tveir um borð. Rúmur helmingur farþeganna mun hafa verið Eþíópíumenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×