Erlent

Varnarmálaráðherra Breta kjaftaði af sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bob Ainsworth er annar ráðherra Breta til þess að kjafta af sér varðandi dagsetninguna. Mynd/ AFP.
Bob Ainsworth er annar ráðherra Breta til þess að kjafta af sér varðandi dagsetninguna. Mynd/ AFP.
Bob Ainsworth, varnarmálaráðherra Breta, virtist í dag óvart hafa talað af sér varðandi fyrirhugaða dagsetningu á næstu þingkosningum í Bretlandi. Flest bendir til þess að Bretar gangi að kjörborðinu þann 6. maí næstkomandi.

„Ég held að almenningur í Bretlandi muni vakna upp við vondan draum ef þeir enda uppi með íhaldsstjórn í landinu eftir 6. maí," sagði Ainsworth í samtali við Sky fréttastofuna.

Dagsetning kosninganna hefur ekki verið kynnt formlega en það mun væntanlega koma í hlut Gordons Brown forsætisráðherra að gera það.

Fyrir fáeinum vikum nefndi Chris Bryant, ráðherra Evrópumála, einnig fyrir slysni að kosningarnar færu fram 6. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×