Erlent

Abbas hafnar friðarviðræðum við Ísrael

Óli Tynes skrifar
Mahmoud Abbas, forseti palestínumanna.
Mahmoud Abbas, forseti palestínumanna.

Mahmoud Abbas forseti palestínumanna hefur synjað beiðni Bandaríkjamanna um að hefja aftur friðarviðræður við Ísrael.

Forsetinn átti í dag fund með George Mitchell, sérlegum sendimanna Obama forseta í Miðausturlöndum.

Abbas setur það skilyrði fyrir viðræðum að Ísraelar frysti allar framkvæmdir í landnemabyggðum á Vesturbakkanum í minnst sex mánuði.

Bandaríkjamenn hafa raunar mjög þrýst á Ísraela um hið sama.

Þessu hafna Ísraelar. Sameinuðu þjóðirnar hafa hinsvegar krafist þess að Ísraelar stöðvi framkvæmdirnar.

Abbas kom með þá tillögu í síðustu viku að Bandaríkjamenn tækju að sér að semja við Ísraela um endanleg landamæri sjálfstæðs ríkis palestínumanna. Hvorki Bandaríkjamenn né Ísraelar hafa brugðist við þeirri tillögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×