Erlent

18 látnir eftir sjálfsmorðsárás

Bagdad fyrr í dag.
Bagdad fyrr í dag. Mynd/AP
Að minnsta kosti 18 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, fyrr í dag. Talið er að tæplega 100 séu særðir. Tilræðismaðurinn sprengdi bifreið sína í loft upp við innanríkisráðuneytið og er byggingin talsvert mikið skemmd.

Í gær féllu 36 þegar þrjár sprengjur sprungu á sama tíma við þrjú hótel í miðborginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×