Erlent

Vilja kaupa frið af talibönum

Óli Tynes skrifar
Hvað segið þið um að selja okkur þessa eldflaug?
Hvað segið þið um að selja okkur þessa eldflaug?

Utanríkisráðherra Þýskalands vill að Vesturveldin kaupi Talibana frá uppreisnariðju sinni. Bandaríkin eru sögð styðja þá hugmynd.

Fjölþjóðaráðstefna verður haldin um Afganistan í Lundúnum á fimmtudag. Búist er við að þetta verði þá til umræðu.

Guido Westerwelle utanríkisráðherra sagði í blaðaviðtali í gær að margir talibanar væru einfaldlega fólk sem hefði leiðst af réttri braut.

Þeir væru ekki neinir ofsatrúarmenn heldur tækju frekar þátt í uppreisninni af fjárhagslegum ástæðum. Þessu fólki þurfi að gera kleift að snúa aftur til eðlilegs lífs.

Fjárhagslegri aðstoð myndi fylgja uppgjöf saka um leið og menn skiluðu inn vopnum sínum. Ahmed Karzai forseti hefur um allnokkurt skeið reynt að vinna talibana á sitt band með þessum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×