Erlent

Dæmd fyrir ónáttúruleg kynlífsöskur

Caroline og Steve er beinlínis hættulega öðrum þegar þau stunda kynlíf.
Caroline og Steve er beinlínis hættulega öðrum þegar þau stunda kynlíf.

Caroline Cartwright hefur verið dæmd í átta vikna fangelsi en refsingu skal frestað í tólf mánuði og fellur niður haldi hún almennt skilorð. Glæpurinn sem hún er dæmd fyrir; Caroline öskraði af svo miklum krafti þegar hún svaf hjá eiginmanni sínum að það þótti ástæða til þess að ákæra hana og að lokum dæma.

Caroline og eiginmaður hennar, Steve, eru búsett í Newcastle í Bretlandi. Kynmök þeirra hafa náð lengst út fyrir svefnherbergið enda hafa meðal annars póstberinn og nágrannar kvartað undan því sem þau kalla: ónáttúruleg og viðbjóðsleg hljóð.

Kynlífsöskur Caroline urðu til þess að yfirvöld komu sér fyrir á lóð þeirra hjóna vopnaðir mælitækjum til þess að mæla hljóðstyrk Caroline. Minnsti styrkurinn sem mældist fyrir utan svefnherbergið voru um 30 desibel (dB), þau hæstu slöguðu upp í fimmtíu dB.

Til þess að gefa mynd af hljóðstigi er t.d. skrjáf í laufi um 10 dB, hljóð á skrifstofu um 50 dB, hljóð í ritvélasal um 65 dB, hljóð innan í bíl um 75 dB og hljóð í loftpressu um 110 dB.

Í kjölfarið var Caroline áminnt formlega en hún sinnti því í engu og hljóðaði af slíkum krafti kvöldið eftir að nágrannar gátu ekki heyrt það sem fram fór í sjónvarpstækinu sínu.

Eftir að hún hunsaði viðvörunina var hún kærð og að lokum ákærð. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að Caroline skyldi sæta skilorðsbundnum dómi, öðruvísi myndi hún ekki skilja alvöru málsins. Sjálf sagði Caroline að öskrin væru henni eðlislæg og hún væri ekki að öskra af slíkri ónáttúru viljandi.

Dómarinn áréttaði því að ef Caroline ryfi skilorðið þá myndi hann ekki hika við að láta hana afplána tveggja mánaða dóm, og þagga þar með niður í henni.

Það var The Daily Telegraph sem greindi frá málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×