Erlent

Enginn hefur fundist á lífi

Frá Líbanon í dag. Mynd/AP
Frá Líbanon í dag. Mynd/AP
Búið er að finna 38 lík úr Boeing þotu Ethiopean Airlines sem fórst skömmu eftir flugtak í Líbanon í gærkvöldi. Líbanski herinn stjórnar leitinni undan strönd landsins. Búið er að finna bæði brak úr vélinni og lík. Enginn hefur fundist á lífi og er ekki búist við að það gerist.

Veður var vont þegar flugvélin tók á loft frá flugvellinum í Beirut, þrumur og eldingar og úrhellis rigning. Skömmu síðar rofnaði samband við vélina og hún hvarf af ratsjá. Flugvélin var á leið frá Líbanon til Addis Abbaba höfuðborgar Eþíópíu. Um borð voru 83 farþegar og sjö manna áhöfn. Farþegarnir voru flestir Eþíópíumenn og Líbanir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×