Erlent

Breskir hrottar gætu átt þyngri dóma yfir höfði sér

Nöfn drengjanna hafa ekki verið gerð opinber.
Nöfn drengjanna hafa ekki verið gerð opinber.

Tvær breskir bræður sem á dögunum voru dæmdir fyrir að misþyrma tveimur yngri drengjum gætu átt yfir höfði sér þyngri dóma en felldir voru á dögunum.

Dómsmálaráðherra Bretlands fer nú yfir málið en bræðurnir, sem eru 11 og 12 ára gamlir, fengu fimm ára skilorðsbundna dóma fyrir að misþyrma og pynta á hrottalegan hátt tvo drengi í Suður-Jórvíkurskíri í fyrra. Nöfn þeirra hafa ekki verið gerð opinber. Ef dómsmálaráðherrann, Scotland barónessa, kemst að því að dómarinn hafi verið of linur gagnvart hrottunum getur hún vísað málinu til áfrýjunardómstóls.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli á Bretlandseyjum en bræðurnir nörruðu drengina inn í skóg áður en þeir réðust að þeim og mysþyrmdu. Eldri drengurinn sem fyrir árásinni var slasaðist alvarlega þegar bræðurnir hentu eldhúsvaski í höfuð hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×