Erlent

Dýr ostasneið

Óli Tynes skrifar
Aaaargghhhhh. það er ostasneið á þessu.
Aaaargghhhhh. það er ostasneið á þessu.

Afgreiðslustúlka hjá McDonalds í Hollandi hefur unnið mál gegn fyrirtækinu. Hún var rekin fyrir að setja ostasneið á hamborgara sem samstarfsmaður keypti, án þess að rukka sérstaklega fyrir hana.

McDonald sagði að það væri brot á starfsreglum. Í dóminum var sagt að viðbrögð fyrirtækisins hefðu verið of harkaleg, þetta væri jú bara ein ostasneið.

Því var þess vegna gert að greiða stúlkunni fimm mánaða uppsagnarfrest. Ostasneiðin kostaði því McDonalds yfir 760 þúsund krónur, plús auðvitað málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×