Erlent

Flugstjóri tók ranga stefnu

Ættingjar eins farþega vélarinnar fylgjast með björgunarskipi.fréttablaðið/AP
Ættingjar eins farþega vélarinnar fylgjast með björgunarskipi.fréttablaðið/AP

Flugstjóri eþíópískrar farþegaflugvélar, sem hrapaði í hafið við strönd Líbanons á mánudag, tók öfuga stefnu og flaug í andstæða átt við það sem starfsfólk í flugturni hafði mælt með.

Þrumuveður og hvassviðri var þegar vélin tók á loft frá flugvellinum í Beirút, höfuðborg Líbanons, og hrapaði vélin skömmu eftir flugtak. Talið var að allir farþegar auk áhafnar, samtals níutíu manns, hafi farist.

Ferðinni var heitið til Addis Ababa, höfuðborgar Eþíópíu. Flestir farþegarnir voru Eþíópíumenn.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×