Erlent

Sarkozy biður forsetafrúna að hafa sig hæga

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur beðið eiginkonu sína, Cörlu Bruni-Sarkozy, um að taka vinsamlegast ekki þátt í stjórnmálaumræðu í fjölmiðlum. Vaxandi óánægju hefur gætt meðal pólitískra samherja Sarkozys á hægri vængnum þar sem eiginkona hans þykir í meira lagi vinstrisinnuð og síður en svo draga fjöður yfir það á opinberum vettvangi. Einnig hefur stuðningur hennar við kvikmyndaleikstjórann Roman Polanski, sem situr í fangelsi í Sviss og bíður framsals til Bandaríkjanna vegna gruns um kynlíf með ólögráða stúlku, fallið í grýttan jarðveg. Nicolas Sarkozy hefur ekki komið eins illa út úr skoðanakönnunum og nú síðan hann tók við embætti, hann nýtur aðeins stuðnings 39 prósenta þjóðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×