Erlent

Saudi-Arabía gerir loftárásir í Yemen

Óli Tynes skrifar
Tornado sprengjuflugvél flughers Saudi-Arabíu
Tornado sprengjuflugvél flughers Saudi-Arabíu

Flugher Saudi-Arabíu hefur gert stórfelldar loftárásir á búðir skæruliða í nágrannaríkinu Yemen.

Jafnframt hafa þúsundir hermanna verið sendir að landamærum ríkjanna. Loftárásirnar hófust á miðvikudag og var haldið áfram í gær.

Það stefnir í borgarastyrjöld í Yemen þar sem sjía múslimar hafa gripið til vopna gegn stjórnvöldum í landinu.

Uppreisnarmennirnir hafa einnig gert árásir yfir landamæri Saudi-Arabíu að því er þeir segja í hefndarskyni fyrir að Saudi-Arabar styðji ríkisstjórn Yemens í baráttunni.

Yemen er einnig orðið griðastaður fyrir liðsmenn al-Kaida sem hafa flúið frá Saudi-Arabíu.

Embættismenn í Saudi-Arabíu segja að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um að senda herlið yfir landamærin.

Hinsvegar sé alveg skýrt að stjórnvöld muni ekki líða árásir skæruliða yfir landamærin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×