Erlent

12 látnir - 31 særðir eftir skotárás í Bandaríkjunum

12 einstaklingar eru látnir og 31 er slasaður eftir skotárásirnar sem átti sér stað í Fort Hood klukkan 13:30 að staðartíma. Einn árásarmannanna hefur verið skotinn til bana og búið er að handtaka tvo aðra menn.

Árásarmennirnir voru sjálfir hermenn.

Þetta kom fram á fréttafundi fyrir stundu.

Árásarmennirnir voru klæddir í herbúninga og skutu á hermennina með öflugum leyniskytturiffli. Fort Hood, sem er nálægt Killeen í Texas, er stærsta herstöð Bandaríkjanna en þar eru heimili um 40 þúsund hermanna.

Ekki er búið að gefa út hvort hinir látnu og særðu séu hermenn eða almennir borgarar.

Talsmaður Hvíta Hússins, Robert Gibbs, sagði fyrr í kvöld að búið væri að upplýsa forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, um stöðu mála.

Maðurinn sem er í haldi er um tvítugt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×