Erlent

Bretar að drukkna í ódýru áfengi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ódýrt áfengi er að drepa Breta. Þetta fullyrðir breski landlæknirinn sir Liam Donaldson og bendir á að ein leið til úrbóta væri að hækka áfengisverð og taka upp ákveðið lágmarksverð sem engin áfengistegund færi undir. Donaldson segir Breta drekka orðið allt of mikið, á meðan áfengisneysla hafi minnkað í mörgum Evrópulöndum. Eftir 1970 hafi hún aukist um ein 40 prósent í Bretlandi og nú sé svo komið að fullorðinn Breti drekki að meðaltali ígildi 120 léttvínsflaskna á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×