Erlent

Brak úr gervitungli skammt frá geimstöðinni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alþjóðlega geimstöðin, mynd tekin úr geimferjunni Endeavour í nóvember.
Alþjóðlega geimstöðin, mynd tekin úr geimferjunni Endeavour í nóvember.
Bandaríska geimferðastofnunin NASA mun ekki þurfa að færa Alþjóðlegu geimstöðina af venjubundinni stefnu til að forða henni frá að rekast á brak úr gömlu sovésku gervitungli sem líklega fer fram hjá henni í dag. Fjarlægðin verður þó ekki mikil milli stöðvarinnar og braksins, rétt tæpur kílómetri. Sá sjaldgæfi atburður varð í síðustu viku að geimfarar í stöðinni þurftu í skyndingu að fara inn í sérstakt öryggisrými í stöðinni þegar geimrusl flaug hjá í mjög lítilli fjarlægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×