Erlent

Handtekinn eftir að hóta fjöldamorði í skóla

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fjórtán ára gamall drengur í Helsingjaeyri á Norður-Sjálandi var handtekinn í gær eftir að ummæli fundust eftir hann á Netinu þar sem hann sagðist ætla að drepa fjölda nemenda við skóla í bænum í hádeginu mánudaginn 16. mars.

Norðmaður sá skrifin á Netinu og gerði lögreglu aðvart. Skólanum var lokað í skyndi og leit hafin að piltinum sem var handtekinn um leið og til hans sást. Mikið er um hótanir um fjöldamorð á Netinu eftir skotárásirnar tvær sem nýlega voru gerðar og hafa slíkar hótanir sést á vefsíðum í Þýskalandi, Hollandi, Svíþjóð og Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×