Erlent

Dæmdir brotamenn ganga lausir í Danmörku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AFP
Tuttugu og átta dæmdir afbrotamenn ganga lausir í Danmörku og bíða eftir að hefja afplánun. Frá þessu er greint í Berlingske Tidende og jafnframt tekið fram að langflestir brotamannanna tilheyri vélhjólaklíkum og glæpasamtökum. Berlingske segir þetta ástand skjóta skökku við því dönsk fangelsi séu ekki full og vel megi koma mörgum, ef ekki öllum, þessara 28 afbrotamanna bak við lás og slá eins og þeir hafa verið dæmdir til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×