Erlent

Baturina biður Kreml um lán

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jelena Baturina.
Jelena Baturina. MYND/AFP/Getty Images

Eini kvenkyns milljarðamæringur Rússlands biður nú þarlend stjórnvöld um 150 milljarða lán.

Jelena Baturina er dottin út af lista Forbes yfir mestu auðkýfinga heimsins og er allt annað en ánægð með það. Hún hefur enda tapað gríðarmiklum upphæðum í yfirstandandi efnahagshremmingum en Baturina er, eða var, eini kvenkyns milljarðamæringurinn sem Rússland hefur alið af sér.

Hún er gift Yuri Luzhkov, borgarstjóra Moskvu, en rekur auk þess byggingarfyrirtækið Inteko en slíkur rekstur þykir víst ekki lengur ávísun á gull og gersemar. Veldi hennar riðar enda til falls og nú hefur Baturina farið fram á það við rússnesk stjórnvöld að þau beiti sér fyrir láni upp á 150 milljarða króna til handa fyrirtækinu áður en allt hrynur til grunna.

Talsmaður fyrirtækisins staðfestir að bréf þessa efnis hafi verið sent og ætlast sé til þess að ríkisstjórn landsins gjöri svo vel og svari erindinu fyrir mánaðamót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×