Erlent

Sikileyska mafían í kvíðakasti

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Heimsóknir Tonys Soprano, sem sjónvarpsáhorfendum er að góðu kunnur úr sjónvarpsþáttaröðinni The Sopranos, til sálfræðings eru alls ekki langt frá hinu sanna í bransanum. Í þáttunum kemur Tony reglulega við hjá kæra sála og fjallar um hvað atvinna við glæpi leggist nú stundum á sálina.

Svona er þetta eftir allt saman í raun og sannleika. Rannsakendur við Palermo-háskólann á Sikiley komust að þeirri niðurstöðu að um fimmtungur mafíósa væru kvíðasjúklingar og 17 prósent hefðu annars konar persónuleikaraskanir.

Sálfræðingurinn Girolamo Lo Verso, sem leiddi rannsóknina, segir að vandamál á borð við þessi séu að aukast frekar en hitt og nú sé svo komið að hrikti í stoðum heilu mafíufjölskyldnanna vegna kvíðaraskana og skyldra vandamála.

Rannsakendur ræddu við 81 aðila með náin tengsl við allar þrjár helstu mafíufjölskyldurnar á Sikiley og svo virðist sem þeirra versta martröð sé að þurfa sífellt að dylja sitt rétta andlit fyrir umheiminum. Þá var eitt áfallið að sögn Verso þegar samkynhneigður sonur mafíuforingja kom út úr skápnum og allt varð vitlaust í fjölskyldunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×