Erlent

Discovery komin til geimstöðvarinnar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alþjóðlega geimstöðin.
Alþjóðlega geimstöðin.
Geimskutlan Discovery tengdist Alþjóðlegu geimstöðinni í gær og heppnaðist tengingin í alla staði vel. Discovery er seinna á ferðinni en upphaflega var áætlað þar sem skoti hennar var frestað vegna gasleka auk þess sem hætta af fljúgandi geimrusli setti örlítið strik í reikninginn í gær. Ferjan er að færa íbúum geimstöðvarinnar vistir auk þess sem vaktaskipti verða í stöðinni þegar japanski geimfarinn Koichi Wakata leysir Bandaríkjamanninn Sandy Magnus af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×