Fleiri fréttir

Ungverskri kirkjuklukku stolið

Lögreglan í Ungverjalandi leitar nú að þjófum sem stálu 300 kg þungri koparklukku úr turni kirkjunnar í bænum Kadusnay.

Vopnahlé í Gaza vanvirt

Ísraelska lögreglan segir að Palestínumenn hafi skotið í það minnsta tveimur eldflaugum á ísraelska bæinn Sderot í dag. Ekkert manntjón hefur verið tilkynnt en ekki er lengra en í síðustu viku að samið var um vopnahlé á svæðinu.

Þýskir ferðamenn í haldi sómalskra sjóræningja

Sómalskir sjóræningjar hafa enn og aftur látið til skarar skríða, í þetta sinn gegn fjórum þýskum ferðamönnum sem voru á bát fyrir utan sjálfstjórnarsvæðið Puntland við Norður-Sómalíu.

Konur í Írak þjálfaðar til að finna sjálfsmorðssprengjur

Bandaríkjaher í Írak þjálfar nú konur til þess að finna sjálfsmorðssprengjur á öðrum konum. Aukning hefur verið á því að konur sprengi sig upp í Írak þar sem menningarvenjur gera þeim kleift að smjúga oft í gegnum öryggishlið.

Fögnuðu Jónsmessu með vatnsgusum

Í San Juan, úthverfi Manilaborgar á Filippseyjum, var haldið upp á Jónsmessuna í morgun með hefðbundnum hætti sem felur í sér að nær allir sem að koma verða rennblautir.

Hernaður talibana líklega kostaður með ópíumskattlagningu

Sameinuðu þjóðirnar telja að talibanar hafi grætt 100 milljónir bandaríkjadala með því að leggja 10 prósenta skatt á afghanska bændur sem rækta valmúa fyrir ópíumiðnaðinn. Líklegt er að þeir fjármunir séu notaðir til að kosta hernaðaraðgerðir uppreisnarmannanna.

Veitingamaður í Beirút býður upp á vopnarétti

Veitingahúsaeigandi í hinni stríðshrjáðu borg Beirut í Líbanon hefur fundið upp á nýstárlegri leið til að auka viðskiptin hjá sér. Allir réttirnir á matseðli staðarins bera nöfn þekktra vopna og stríðstóla.

Vopnasalar smygla Viagra inn til Gaza

Vopnasmyglarar á Gaza-svæðinu hafa nú snúið sér að smygli á öðrum varningi. Ástæðan er einfaldlega sú að búið er að smygla svo miklu af vopnum inn á svæðið að engir kaupendur að þeim finnast lengur.

Ekkert lífsmark í Filippseyjaferjunni

Kafarar hafa ekki fundið nein lífsmerki um borð í ferjunni sem hvolfdi við Filippseyjar um helgina. Einungis 38 manns komust lífs af úr slysinu. Fólkið var í sjónum í rúman sólarhring.

Lítt þekktur Tyrki mesti hugsuður heims

Lítt þekktur tyrkneskur stjórnmálamaður og rithöfundur er mesti hugsuður heimsins um þessar mundir samkvæmt könnun sem breska tímaritið Prospect og hið bandaríska Foreign Policy stóðu fyrir á Netinu fyrir skemmstu.

Breskur ráðherra vill einangra Mugabe

Malloch-Brown, ráðherra málefna Afríku, Asíu og Sameinuðu þjóðanna í bresku ríkisstjórninni, kallar eftir samhentu átaki ríkja heims í að einangra einræðisstjórn Roberts Mugabe forseta Simbabve og koma honum frá völdum.

ESB beitir frekari refsiaðgerðum gegn Íran

Evrópusambandið hefur samþykkt að beita Íran frekari refsiaðgerðum til þess að reyna að fá þá til að hætta auðgun úrans. Mun nú þeim aðgerðum beitt að frjósa allar inneignir íranska bankans Melli innan ESB-landa.

Forsetakosningar verða í Simbabve

Opinberir starfsmenn í Simbabve segja að ekki verði hætt við forsetakosningar í Simbabve þrátt fyrir að Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafi dregið framboð sitt til baka.

Dauðsföllum stúlkna í Indlandi fjölgar

Fjöldi stúlkna sem vex úr grasi í Indlandi hefur náð lágmarki samanborið við drengi þar í landi. Hlutfallið hefur farið allt niður í 300 stúlkur miðað við hverja 1000 drengi í einu héraði landsins. Venjulega hefur þetta hlutfall verið 950 stúlkur á hverja 1000 stráka.

Pele rændur

Tíu manna hópur rændi brasilísku knattspyrnugoðsögnina Pele um helgina þar sem hann var á leið frá borginni Sao Paulo til húss sem hann á við ströndina utan við borgina.

Enginn á lífi eftir ferjuslysið á Filippseyjum

Óttast er að rúmlega þúsund manns hafi farist þegar fellibylur fór yfir Filippseyjar um helgina. Ferju með hátt í níu hundruð manns um borð hvolfdi í veðurofsanum og aðeins er vitað um fjóra sem komust lífs af. Við vörum við myndunum sem fylgja þessari frétt.

Mugabe verður að hætta öllu ofbeldi

Hvíta húsið hefur blandað sér inn í kosningafíaskóið sem nú ríkir í Simbabve. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum biðlað til yfirvalda í landinu og þeirra "óþokka" sem þar eru að hætta öllu ofbeldi.

Fæddist með typpi á bakinu

Kínverskir læknar reyna nú að átta sig á læknisfræðilegri ráðgátu eftir að kínverskur drengur fæddist með tvö typpi. Annað typpið er staðsett á baki drengsins.

Dregur framboð sitt til baka og vill forða frekara blóðbaði

Stjórnarandstæðingurinn Morgan Tsvanigrai hefur ákveðið að hætta við framboð sitt til forseta í Simbabve. Þannig vill hann forða frekara blóðbaði vegna baráttunnar fyrir seinni umferð forstakosninganna þar í landi í næstu viku. Robert Mugabe, sitjandi forseti, segir alrangt að farið sé með ofbeldi gegn stjórnarandstæðingum.

Castro sakar ESB um hræsni

Fídel Kastró, fyrrverandi forseti Kúbu, sakar Evrópusambandið um hræsni í mannréttindamálum.

Varar við árás á Íran

Mohammed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hótar að segja af sér verði gerð árás á Íran.

Ólympíukyndillinn í Lasa

Hlaupið var með ólympíukyndilinn um götur Lasa, höfuðborgar Tíbets í morgun. Þar kom til blóðugra óeirða í mars síðastliðnum en þær urðu kveikjan að miklum mótmælum víðast hvar þar sem hlaupið hefur verið með kyndilinn.

Hitlerskoðunarferðir geysivinsælar í München

Ferðamenn í þýsku borginni München fá ekki nóg af skoðanaferðum byggðum á ævi Adolfs Hitler. Þótt Hitler hafi fæðst í Austurríki þá fluttist hann til Munich 1913 og margir af stóratburðum í Nasistaflokknum gerðust þar í borg.

Clinton vinnur með Obama

Hillary Clinton mun í næstu viku styðja við baráttu Barack Obama, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, á sérstökum kosningafundi.

Íhugar að draga framboð sitt til baka

Morgan Tsvangirai, forsetaframbjóðandi og leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins MDC í Simbabve, íhugar nú að draga framboð sitt til baka en seinni umferð forsetakosninganna fer fram þann 27. júní.

Vélmær fyrir einmana menn

Japanska fyrirtækið Sega hefur framleitt lítið 38 sentimetra vélmenni sem kemur á markað í september og er ætlað einmana karlmönnum. Vélmærin kyssir eftir skipun og gengur á rafhlöðum. Hún kemst í svokallaða ástarlund þegar hún finnur mannshöfuð nálgast en hún notar innrauða skynjara til þess að nema mannfólkið.

Sjá næstu 50 fréttir