Erlent

Hitlerskoðunarferðir geysivinsælar í München

Adolf Hitler
Adolf Hitler

Ferðamenn í þýsku borginni München fá ekki nóg af skoðanaferðum byggðum á ævi Adolfs Hitler. Þótt Hitler hafi fæðst í Austurríki þá fluttist hann til München 1913 og margir af stóratburðum í Nasistaflokknum gerðust þar í borg.

Farið er á staði eins og hina þekktu Hofbraeuhaus bjórhöll þar sem Hitler hélt sína fyrstu opinberu ræðu og á krá að nafni Schellingsalon þar sem Hitler sat gjarnan að drykkju og dró að borga drykkjuskuldir sínar.

Ferðin byrjar á því að myndir eru sýndar af Hitler sem barni sem og afrakstur hinna misheppnuðu tilrauna hans til þess að gerast myndlistamaður. Fylgir ferðin svo ævi hans allt þangað til hann varð foringi og ríkiskanslari Þýskalands.

Ferðamennirnir sem sækja túrinn hafa oft einnig heimsótt Dachau útrýmingarbúðirnar. Eftir þá reynslu eru þau oft forvitin að vita hvernig Hitler komst til valda. Kemur þetta fram á fréttavefinum Haaretz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×