Fleiri fréttir

Ekið á Åsne Seierstad

Ekið var á hinn heimsfræga norska rithöfund Åsne Seierstad þar sem hún var á hjóli í Osló á mánudag.

Grunuð um að eitra fyrir eiginmönnum

Lögregla í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort 76 ára gömul kona hafi hugsanlega eitrað fyrir manni sínum og dregið hann þannig til dauða.

Segir Rasmussen brjóta gegn stjórnarskrá

Danski fjármálaráðherrann Lars Løkke Rasmussen brýtur ákvæði stjórnarskrárinnar ef hann afnemur rétt sjúklinga til að velja á hvaða sjúkrahúsi þeir eru stundaðir.

Með 400 kg af hassi í Svíþjóð

Dómstóll í Falu í Svíþjóð dæmdi í gær tvo menn um fimmtugt í 12 og 14 ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot.

Mögulegt að ís hafi fundist á Mars

Vísindamenn telja geimfarið Phoenix sem lenti nálægt norðurpól Mars fyrir tæpum mánuði hafa grafið niður á ís. Myndir frá Phoenix sýna mola af ljósu efni sem kom upp á yfirborðið þegar vélarmur á geimfarinu gróf skurð í yfirborð plánetunnar rauðu.

Japanskur sjálfsmorðsfaraldur

Sjálfsmorðsfaraldur fer nú um Japan en tíðni sjálfsmorða þar hækkaði um 2,9 prósent árið 2007. Rúmlega 30.000 manns sviptu sig lífi í Japan í fyrra og skipar sú tala landinu í efsta sæti á lista yfir dánarlíkur af völdum sjálfsmorðs meðal þróaðra landa.

Hernum sigað á stuðningsmenn Suu Kyi í Búrma

Stjórnvöld í Búrma siguðu hernum á stuðningsmenn Aung San Suu Kyi leiðtoga stjórnarandstöðunnar þegar þeir kröfðust þess í dag að hún yrði látin laus úr stofufangelsi.

Haga viðurkenndi að hún hefði hugsanlega gert mistök

Áslaug Marie Haga formaður norska Miðflokksins og olíu- og orkumálaráðherra sagði af sér í morgun. Ráðherrann hefur verið sökuð um skattsvik og hún viðurkenndi í morgun að hugsanlega hefði henni orðið á einhver mistök.

Danskur dómstóll: Það má gera grín að Múhameð

Vestri-Landsréttur í Viborg í Danmörku komst að því í morgun að teikning Kurts Wetergaards, teiknara Jótlandspóstins, af Múhameð spámanni með sprengju í túrbani brjóti ekki gegn lögum og sé ekki ærumeiðandi.

Haga hefur sagt af sér

Aaslaug Haga, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, hefur sagt af sér. Jafnframt lætur hún af formennsku í Miðflokknum norska.

Vopn fundust í íbúð Bandidos-manna

Hríðskotarifflar og sprengiefni var meðal þess sem lögregla á Norður-Sjálandi í Danmörku lagði hald á í gær þegar ráðist var til inngöngu í íbúð sem fjórir félagar bifhjólasamtakanna Bandidos héldu til í.

Segja þúsund hafa horfið í Tíbet

Mannréttindasamtökin Amnesty International halda því fram að eitt þúsund manns, sem teknir voru til fanga í óeirðum í Tíbet í vor, hafi horfið sporlaust.

Leitaði drápsleiðbeininga á Google

Rannsóknarlögreglumaður í Medford í Bretlandi bar fyrir rétti í vikunni að maður sem ákærður er fyrir að myrða konu sína og dóttur hafi notað leitarvélina Google til að afla sér leiðbeininga um drápsaðferðir.

Enn fjölgar fótunum

Ekkert lát virðist vera á aflimuðum fótum í sjónum vestan við Kanada. Sjötti fóturinn rak þar á land í gær, degi eftir að sá fimmti fannst á floti skammt undan ströndinni.

Obama með forskot á McCain

Barack Obama hefur forskot á John McCain í þremur af mikilvægustu fylkjunum í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Spennan er því farin að magnast í komandi forsetakosningum en Obama hefur 12 prósenta forskot.

Bush vill leyfa olíuboranir við strendur Bandaríkjanna

George Bush Bandaríkjaforseti hefur beðið þingið um að aflétta 27 ára banni við því að bora eftir olíu við strendur Bandaríkjanna. Ástæða þess eru sú að hann vill auka sjálfstæði Bandaríkjanna varðandi olíu þannig að þau þurfi ekki að reiða sig á innflutning olíu.

Ísraelsmenn samþykkja vopnahlé í Gaza

Ísraelsmenn hafa samþykkt vopnahlé til þess að enda margra mánaða átök við hin palestínsku Hamas-samtök. Á vopnahléið að taka gildi á morgun og ætti það að létta þeirri herkví sem Ísraelsmenn hafa haldið Gazasvæðinu í.

Bændur á dráttarvélum til Brussel

Dráttarvélar voru áberandi á vegum í Belgíu í morgun. Þær stefndu allar sem ein til Brussel. Bændur í Belgíu segjast ekki standa undir sívaxandi olíukostnaði og krefjast þess að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að lækka olíuverðið.

Abu Qatada laus úr haldi gegn tryggingu

Breskir embættismenn kvörtuðu hástöfum þegar áfrýjunardómstóll þar í landi lét Abu Qatada lausan gegn tryggingu í gær. Qatada hefur verið nefndur hinn andlegi sendiherra Osama bin Laden í Evrópu.

Fimmti fóturinn bætist í hópinn

Kanadísk lögregla rannsakar nú fund enn eins mannsfótar sem fundist hefur í sjónum við vesturströnd Kanada, nálægt Vancouver. Þetta er fimmti fóturinn sem finnst á ellefu mánaða tímabili en fyrsti vinstri fóturinn.

Yfirvinna talin orsök þunglyndis og kvíða

Fólki sem vinnur yfirvinnu er hættara við þunglyndi og kvíða ef marka má niðurstöður norskrar rannsóknar.Það var hópur rannsóknarfólks við Háskólann í Björgvin í Noregi sem skoðaði rúmlega 10.000 manna hóp sem vann ýmist 40 tíma á viku og skemur eða 41 til 100 tíma.

Dönsk gamalmenni hamingjusömust

Dönsk gamalmenni eru þau hamingjusömustu í heimi. Þetta fullyrðir Kristilega dagblaðið danska og vísar í könnun sem nýlega var framkvæmd í nokkrum löndum til að kanna lífsgæði eldri kynslóðarinnar.

Reisa elgsstyttu á Vithatten

Svíar hyggjast reisa 45 metra háa og 47 metra langa styttu af elg á fjallinu Vithatten í Norður-Svíþjóð. Stórvirkið er svo mikið um sig að það stendur í tveimur sveitarfélögum, Skellefteå og Arvidsjaur

Fleiri plánetur en talið var

Mun fleiri plánetur leynast í alheiminum en almennt hefur verið talið fram til þessa. Þetta segir hópur franskra og svissneskra stjarnvísindamanna en þeir komu nýlega auga á þrjár plánetur á braut umhverfis stjörnu nokkra sem er 42 ljósár frá jörðu.

Vopnahlé Ísraels og Hamas-samtakanna

Ísraelar og palestínsku Hamas-samtökin hafa samið um vopnahlé sem tekur gildi á fimmtudaginn. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá þessu fyrir skömmu.

Ánægja með fjárfestingar í norrænum verkefnum

Á nýafstöðnum fundi sínum ræddu norrænu samstarfsráðherrarnir fjárhagsáætlun norrænu ráðherranefndarinnar sem eru tæpar 900 milljónir danskra króna, jafnvirði rúmlega 14 milljarða íslenskra króna.

Ástin blómstrar í Kaliforníu

Keith Boadwee og Kenny Latham frá Emeryville í Kaliforníu fagna ákaft eftir að hafa fengið í hendur fyrsta hjónavígsluleyfið sem gefið var út í Alemeda-sýslu í Kaliforníu en hjónabönd samkynhneigðra leyfast þar í fyrsta sinn í dag eftir að Hæstiréttur ríkisins úrskurðaði um miðjan maí að lög sem bönnuðu slík hjónabönd stæðust ekki.

Hátt í hundrað hafa drukknað í Kína

Hátt í hundrað manns hafa drukknað í miklum flóðum í suðurhluta Kína. Miklar rigningar hafa valdið flóðunum síðustu daga og er spáð frekara úrhelli næstu daga.

Mugabe telur Tsvangirai espa til ofbeldis

Robert Mugabe, forseti Simbabve hefur hótað að handtaka mótframbjóðanda sinn í komandi forsetakosningum, Morgan Tsvangirai, fyrir að espa til ofbeldis í landinu.

Búið að frelsa fólkið úr gíslingu í Hollandi

Hollenska lögreglan hefur frelsað fimm manns úr gíslingu og handtekið manninn sem tók fólkið í gíslingu í morgun í ráðhúsi borgarinnar Almelo í Hollandi. Ekki er vitað hvort einhver gíslanna hafi særst á meðan á gíslingunni stóð.

Fleiri breskir hermenn til Afghanistan

Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown tilkynnti að senda ætti fleiri hermenn til Afghanistan þannig að um næsta vor yrði meira en 8000 breskir hermenn þar í landi. Hann sagði að meira en 630 nýjar stöður yrðu búnar til sem þýddi að aukningin yrði 230 stöður þar sem áætlanir væru að hætta með 400 aðrar stöður þar í landi.

Vísindamenn uppgötva pöddu sem býr til olíu

Vísindamenn hjá fyrirtækinu LS9 í Sílikondalnum hafa náð að breyta pöddum á erfðarfræðilegan hátt þannig að þær geta nú skilað af sér hráolíu sem úrgangi eftir að hafa verið fóðraðar á landbúnaðarúrgangi.

Sjá næstu 50 fréttir