Erlent

Breskur ráðherra vill einangra Mugabe

Robert Mugabe.
Robert Mugabe.

Malloch-Brown lávarður, ráðherra málefna Afríku, Asíu og Sameinuðu þjóðanna í bresku ríkisstjórninni, kallar eftir samhentu átaki ríkja heims í að einangra einræðisstjórn Roberts Mugabe forseta Simbabve og koma honum frá völdum.

,,Það er afar leitt að íbúum Simbabve hafi verið hafnað að láta rödd sína heyrast," segir lávarðurinn og vísaði þar í ákvörðun Morgan Tsvangirai, leiðtoga Lýðræðisfylkingarinnar og stjórnarandstöðunnar, frá því í gær þegar hann dróg framboð sitt til forseta til baka. Ráðgert var kosningarnar færu fram á föstudaginn.

Malloch-Brown segir að Afríka og Afríkuráðið skipta lykilmáli svo hægt verði að leiða málið til lykta. Miklar vonir eru bundnar við að Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, nái að höggva á hnútinn en hann hefur haft milligöngu í deilunum í Simbabve.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×