Erlent

Alþjóðasamfélagið mun hafna endurkjöri Mugabes

Robert Mugabe hefur verið sakaður um að beita andstæðinga sína miklu ofbeldi í aðdraganda forsetakosninganna.
Robert Mugabe hefur verið sakaður um að beita andstæðinga sína miklu ofbeldi í aðdraganda forsetakosninganna. MYND/AP

Alþjóðasamfélagið mun hafna öllum tilburðum Roberts Mugabe um að lýsa sjálfan sig sigurvegara í forsetakosningum sem fram eiga að fara í Simbabve á föstudag. Þetta sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna á blaðamannafundi í dag.

Eins og fram hefur komið hefur mótframbjóðandi Mugabes, Morgan Tsvangirai, dregið framboð sitt til baka vegna þess ofbeldis sem stuðningsmenn hans hafa sætt af hálfu manna hliðhollum Mugabe.

Tsvangirai hefur verið í sendiráði Hollands í Simbabve í tvo daga en segist munu koma út ef hann fái tryggingu fyrir því að ekki verði ráðist á hann. Vaxandi þrýstingur er frá alþjóðasamfélaginu á stjórnvöld í Simbabave að fresta kosningunum og segja leiðtogar fjölmargra ríkja að þær geti ekki talist frjálsar vegna þess ofbeldis sem stjórnarandstæðingar hafa sætt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×