Erlent

Dregur framboð sitt til baka og vill forða frekara blóðbaði

Stjórnarandstæðingurinn Morgan Tsvanigrai hefur ákveðið að hætta við framboð sitt til forseta í Simbabve. Þannig vill hann forða frekara blóðbaði vegna baráttunnar fyrir seinni umferð forstakosninganna þar í landi í næstu viku. Robert Mugabe, sitjandi forseti, segir alrangt að farið sé með ofbeldi gegn stjórnarandstæðingum.

Reutersfréttastofan greindi frá ákvörðun Tsvangirais nú skömmu fyrir fréttir og hefur eftir fulltrúa MDC, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Simbabve, en sá óskaði nafnleyndar. Tsvangirai er frambjóðandi MDC.

„Við í MDC höfum ákveðið að taka ekki frekar þátt í þessu ofbeldi og sýndar kosningaferli," sagði Tsvangirais við fréttamenn nú fyrir stundu. Hann biðlaði einnig til Sameinuðu þjóðanna að grípa inn í þetta "þjóðarmorð".

Tsvangirais gerir þett til að koma í veg fyrir frekara blóðbað í landinu en fregnir hafa borist af því að stuðningsmenn Roberts Mugabe, sitjandi forseta, hafi ráðist á stuðningsmenn Tsvangirais, barið þá og jafnvel myrt.

Fregnir bárust af því í morgun að ungliðar í Zanu PF, flokki Mugabes, hafi ráðist með barsmíðum á fólk á stórum kosningafundi í Harare í morgun þar sem Tsvangirai átti að flytja ræðu. Ungliðarnir eiga einnig að hafa barið frétta- og kosningaeftirlitsmenn á fundinum.

Mugabe segir alrangt að hann hafi fyrirskipað árásir og liðsmenn MDC ljúgi til um að ráðist sé á þá og félagar þeirra hafi verið myrtir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×