Erlent

Forsetakosningar verða í Simbabve

Morgan Tsvangirai, fyrrum forsetaframbjóðandi í Simbabve.
Morgan Tsvangirai, fyrrum forsetaframbjóðandi í Simbabve.

Opinberir starfsmenn í Simbabve segja að ekki verði hætt við forsetakosningar í Simbabve þrátt fyrir að Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafi dregið framboð sitt til baka.

Dómsmálaráðherra landsins, Patrick Chinamasa, segir að Tsvangirai hafi verið of seinn að draga framboð sitt til baka og kosningarnar séu óafturkallanlegar. Hann telur þetta hafi verið kænskubragð af Tsvangirai því hann hafi ekki dregið framboð sitt formlega til baka.

Tsvangirai dró framboð sitt til baka í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir meira ofbeldi í kringum kosningarnar. Stjórnarandstæðingar segja það runnið undan rifjum Roberts Mugabe, forseta Simbabve. Tsvangirai hefur sagt að 86 af hans fólki hafi verið drepið. Mugabe heldur því hins vegar fram að MDC, flokkurTsvangirais, standi fyrir ofbeldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×