Erlent

Castro sakar ESB um hræsni

Fídel Kastró, fyrrverandi forseti Kúbu, sakar Evrópusambandið um hræsni í mannréttindamálum. Hann segir það hlálegt að sambandið skuli ákveða að færa samskipti sín við Kúbu í fyrra horf með því skilyrði að mannréttindi verði virt þar, um leið og ESB samþykki nýjar og harkalegar reglur um hvernig taka eigi á ólöglegu innflytjendum.

Þær heimila meðal annars það að þeir verði sendir í sérstakar búðir í allt að eitt og hálft ár neiti þeir að fara frá því Evrópusambandslandi þar sem þeir eru gripnir. Evrópusambandið sleit stjórnmálasamband við Kúbu 2003 vegna fangelsunar andófsmanna. ESB ákvað að breyta því frá og með næsta mánudegi. Það á að hvetja Raúl Kastrón, nýjan forseta, til að gera breytingar í átt að frekara lýðræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×