Erlent

Flóðum ekki lokið í Mississippi

Mikil flóð í Mississippi-ánni hafa valdið verulegum búsifjum í miðvesturfylkjum Bandaríkjanna.

Flóðalda fer niður ána og hefur náð að brjóta sig í gegnum flóðvarnargarða á rúmlega tuttugu stöðum. Víða er fólk að koma fyrir sandpokum til að verjast flóðunum. Vatn hefur þegar flætt yfir bæi nálægt St. Louis í Illinois og búist er við því að ástandið versni til muna í dag þegar flóðaldan berst þangað síðar í dag.

Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín í Miðvesturfylkjunum vegna óveðurs af einu eða öðru tagi undanfarnar vikur og alls hafa 24 menn látið lífið vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×