Erlent

Ekkert lífsmark í Filippseyjaferjunni

Veðurofsinn hefur verið mikill á Filippseyjum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Veðurofsinn hefur verið mikill á Filippseyjum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Kafarar hafa ekki fundið nein lífsmerki um borð í ferjunni sem hvolfdi við Filippseyjar um helgina. Einungis 38 manns komust lífs af úr slysinu. Fólkið var í sjónum í rúman sólarhring.

Nú er talið að yfir 800 manns hafi farist með ferjunni. Mikil reiði er í Filippseyjum yfir því að ferjan skuli hafa látið úr höfn þegar fellibyl hafði verið spáð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×