Erlent

Haga hefur sagt af sér

Aaslaug Haga, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, hefur sagt af sér. Jafnframt lætur hún af formennsku í Miðflokknum norska.

Samkvæmt fréttaskeyti frá Reuters ætlar Haga að halda blaðamannafund seinna í dag til að tilkynna þetta. Haga hefur legið undir miklum þrýstingi um að segja af sér eftir að í ljós komu hugsanleg skattsvik í tengslum við leiguíbúðir sem hún á og rekur í Osló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×