Erlent

Leitaði drápsleiðbeininga á Google

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Rannsóknarlögreglumaður í Medford í Bretlandi bar fyrir rétti í vikunni að maður sem ákærður er fyrir að myrða konu sína og dóttur hafi notað leitarvélina Google til að afla sér leiðbeininga um drápsaðferðir.

Tölvusérfræðingum lögreglunnar tókst að leiða í ljós að hinn ákærði sló inn í Google setninguna „hvernig á að drepa með hnífi" 16. janúar 2006, fjórum dögum áður en hann myrti konu sína og níu mánaða gamla dóttur. Reyndar skaut hann þær til bana en tölvugögnin eru engu að síður talin veigamikil. Maðurinn segist hafa brugðið sér út í búð og komið að mæðgunum látnum en óvíst er að sú skýring standist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×