Erlent

Dönsk gamalmenni hamingjusömust

Myndin er af ungfrú Marple, söguhetju Agöthu Christie, og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er af ungfrú Marple, söguhetju Agöthu Christie, og tengist fréttinni ekki beint.

Dönsk gamalmenni eru þau hamingjusömustu í heimi. Þetta fullyrðir Kristilega dagblaðið danska og vísar í könnun sem nýlega var framkvæmd í nokkrum löndum til að kanna lífsgæði eldri kynslóðarinnar.

Samkvæmt því sem þar kemur fram er aldurshópurinn 60 - 79 ára í Danmörku sá ánægðasti. Fólk sem er tuttugu árum yngra er hins vegar ekki nærri eins sátt við tilveruna. Eldri hópurinn hefur yfirleitt góða stjórn á fjármálum sínum og nýtur þess að vera á eftirlaunum. Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvernig þeim leið á einnar viku tímabili með vísan til ýmissa þátta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×