Erlent

Nató skoðar inngöngumöguleika Úkraínu

Viktor Yushchenko forseti Úkraínu vill ganga í Nató.
Viktor Yushchenko forseti Úkraínu vill ganga í Nató.

Sendinefnd á vegum Nató er að hefja tveggja daga ferð til Úkraínu til þess að ræða næstu skref í mögulegri inngöngu landsins í Nató.

Á meðan ríkisstjórn Úkraínu er áköf að ganga í Nató er þjóðin ekki öll á sömu skoðun, kannanir hafa sýnt að meira en helmingur þjóðarinnar er efins um inngönguna.

Rússar hafa einnig varað við að gangi Úkraína í Nató muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér varðandi samvinnu þessara tveggja þjóða.

Í austurhluta Úkraínu er Rússneska algengasta tungumálið og íbúar þess svæðis eru tengdari Rússlandi en restin af þjóðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×