Erlent

Enn fjölgar fótunum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögregla rannsakar vettvanginn.
Lögregla rannsakar vettvanginn. MYND/AP

Ekkert lát virðist vera á aflimuðum fótum í sjónum vestan við Kanada. Sjötti fóturinn rak þar á land í gær, degi eftir að sá fimmti fannst á floti skammt undan ströndinni.

Nýfundni fóturinn er hægri fótur eins og meirihluti hinna en fóturinn sem fannst í fyrradag og var sá fimmti er eini vinstri fóturinn í hópnum. Eins og allir fæturnir sem fundist hafa fram að þessu var fóturinn sem fannst í gær íklæddur strigaskó.

Var þar um að ræða Adidas-íþróttaskó af stærð 10 sem svarar til skónúmers 44 í Evrópu. Kanadíska lögreglan stendur jafn-ráðþrota og áður en leggur áherslu á að fyrsta skrefið sé að bera kennsl á eigendur fótanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×