Erlent

Reisa elgsstyttu á Vithatten

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Svíar hyggjast reisa 45 metra háa og 47 metra langa styttu af elg á fjallinu Vithatten í Norður-Svíþjóð. Stórvirkið er svo mikið um sig að það stendur í tveimur sveitarfélögum, Skellefteå og Arvidsjaur, og hefst byggingarvinnan í haust.

Ráðgert er að í höfði elgsins verði veitingastaður þar sem gestirnir geta hvílt lúin bein og notið stórbrotins útsýnis yfir skóglendið í kring. Kostnaður við gerð styttunnar verður að líkindum um 60 milljónir sænskra króna sem er nálægt 780 milljónum íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×