Erlent

Segir Rasmussen brjóta gegn stjórnarskrá

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lars Løkke Rasmussen.
Lars Løkke Rasmussen.

Danski fjármálaráðherrann Lars Løkke Rasmussen brýtur ákvæði stjórnarskrárinnar ef hann afnemur rétt sjúklinga til að velja á hvaða sjúkrahúsi þeir eru stundaðir.

Þetta segir Mette Hartlev, prófessor í heilbrigðisfræðum við Kaupmannahafnarháskóla. Rasmussen ber fyrir sig neyðarrétt og vísar til kjaradeilna starfsfólks í heilbrigðiskerfinu sem hafa staðið síðan í apríl. Prófessorinn segir neyðarrétt ekki hafa átt við í dönskum stjórnskipunarrétti síðan í heimsstyrjöldinni síðari og áréttar að þingið þurfi að gera lagabreytingu til að afnema þennan rétt sjúklinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×