Erlent

Segja þúsund hafa horfið í Tíbet

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbet.
Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbet. MYND/AP

Mannréttindasamtökin Amnesty International halda því fram að eitt þúsund manns, sem teknir voru til fanga í óeirðum í Tíbet í vor, hafi horfið sporlaust.

Segja samtökin þetta hafa gerst í mars þegar upp úr sauð í mótmælum almennings gegn yfirráðum Kínverja í landinu. Til átaka kom milli lögreglu og almennings og voru um 4.000 handteknir í kjölfarið. Fjórðung þeirra segir Amnesty International hafa horfið sporlaust. Enn fremur halda samtökin því fram að lögregla og öryggissveitir hafi farið um klaustur og heimili og lagt þar hald á farsíma og tölvur með það fyrir augum að hindra Tíbeta í að hafa samband við umheiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×