Erlent

Bandaríkjamenn hafa týnt bunka af kjarnavopnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Mörg hundruð hlutar úr kjarnorkuvopnum er meðal þess sem bandaríski flugherinn hefur ekki hugmynd um hvar er niður komið.

Dagblaðið Financial Times hefur undir höndum gögn úr leynilegri skýrslu varnarmálaráðuneytisins Pentagon þar sem gerð er tilraun til að henda reiður á yfir eitt þúsund vopnum eða vopnahlutum sem ekki er vitað um. Á þessum lista eru nokkur hundruð hlutar úr kjarnavopnum og þykir málið hið vandræðalegasta fyrir flugherinn.

Dagblaðið Financial Times hefur undir höndum gögn úr leynilegri skýrslu varnarmálaráðuneytisins Pentagon þar sem gerð er tilraun til að henda reiður á yfir eitt þúsund vopnum eða vopnahlutum sem ekki er vitað um. Á þessum lista eru nokkur hundruð hlutar úr kjarnavopnum og þykir málið hið vandræðalegasta fyrir flugherinn.

Skemmst er að minnast þess er hlutar af burðarflaugum fyrir kjarnorkusprengjur voru sendir til Taívan í misgripum fyrir þyrluvarahluti og ekki er langt síðan herinn þurfti að útskýra hvernig í því lá að sprengjuflugvél hlaðin sex virkum kjarnorkusprengjum flaug þvert yfir Bandaríkin. Kirkland Donald, flotaforingi í sjóhernum, stýrði rannsókninni og gaf þingnefnd skýrslu í gær. Sagði hann flugherinn hafa lélega sýn yfir birgðamál sín auk þess sem stöðlum fyrir umgengni við kjarnavopn væri um margt ábótavant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×